Nýtur friðhelgi einkalífs fullnægjandi réttarverndar að óbreyttum lögum?

Í íslenskum rétti er ekki til að dreifa lagaákvæðum sem leggja með beinum hætti bann og refsingu við birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga úr gögnum sakamáls. Lög nr. 77/2000 um persónuvernd o.fl., veita eftir atvikum einhverja réttaravernd á þessu sviði, sem takmarkast eðli málsins samkvæmt af efnislegu og landfræðilegu gildissvið laganna, og er ekki fullnægjandi. Í 229. gr. almennra hegningarlaga segir að hver sá sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi sem réttlæti verknaðinn, skuli sæta sektum eða fangelsi í allt að einu ári. Samkvæmt 3. mgr. 242. gr. almennra hegningarlaga getur sá einn sem misgert er við höfðað mál vegna brots gegn friðhelgi einkalífs á grundvelli 229. gr. laganna. Hér er því um að ræða undantekningu frá þeirri meginreglu að refsiverð brot sæti opinberri rannsókn og saksókn handhafa opinbers valds. Af framangreindu leiðir að brotþoli verður sjálfur að leita réttar síns í einkarefsimáli…

Ein lög í landinu

Í niðurlagi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-127/2012, uppkveðnum 12. desember 2013, segir, Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, X og Z, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn var farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna, sbr. 7. tl. 122. gr. laga nr. 88/2008. Er þetta aðfinnsluvert. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1223/2008, uppkveðnum 12. mars 2009, var Y sakfelldur samkvæmt ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir líkamsárás en Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um sakfellingu…

Gapastokkurinn

Á 17. og 18. öld var gapastokkurinn notaður sem refsitæki á Íslandi til þess að niðurlægja afbrotamenn. Árið 1808 var gapastokkurinn aflagður með lögum líklega á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nú rúmum 200 árum síðar hafa nokkrir Íslendingar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, ákveðið að endurvekja þetta forna refsitæki með því að birta nöfn og myndir manna sem eiga að hafa framið tiltekna tegund afbrota á netinu. Allir eiga rétt til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, en sá réttur felur meðal annars í sér réttinn til eigin myndar og æruverndar. Með sama hætti eiga allir rétt til réttlátrar og mannúðlegrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Með framangreindum nafn- og myndbirtingum á netinu er í mörgum tilvikum brotið gegn þessum grundvallarréttindum. Ýmist með ærumeiðandi aðdróttunum eða brigslum. Þannig felur það í sér ærumeiðandi aðdróttun og varðar við almenn hegningarlög að kalla mann barnaníðing sem hefur ekki framið slíkt brot. Þá…

Netfréttamiðill ábyrgur vegna meiðandi ummæla lesenda í athugasemdakerfi – Nýr dómur MDE

Samkvæmt nýjum dómi Mannréttindadómtóls Evrópu (MDE) samrýmist það tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að netfréttamiðill sé dæmdur ábyrgur fyrir meiðandi ummælum lesenda í athugasemdakerfi netfréttamiðilsins. Þann 10. október sl. felldi Mannréttindadómstóll Evrópu (sjö dómara deild) dóm í máli nr. 64569/09, Delfi AS gegn Eistlandi. Málið varðaði ábyrgð eistnesks netfréttamiðils, Delfi AS, á meiðandi ummælum í athugasemdum lesenda í athugasemdakerfi undir frétt á heimasíðu netfréttamiðilsins. Netfréttamiðillinn hafði kvartað til dómstólsins á grundvelli þess að það bryti gegn tjáningarfrelsi hans að sæta ábyrgð á slíkum athugasemdum. Dómstóllinn taldi að niðurstaða eistneskra dómstóla um ábyrgð netfréttamiðilsins og sú takmörkun á tjáningarfrelsi hans sem í því fælist væri réttmæt og fullnægði áskilnaði um meðalhóf. Dómstóllinn byggði einkum á því að ummælin hefðu verið afar meiðandi, að netfréttamiðillinn hefði vanrækt að koma í veg fyrir að þau yrðu opinber, hagnast á þeim en leyft höfundum að halda nafnleysi og að sektin sem eistneskir dómstólar…

Nýtt vefsvæði

Velkomin á nýtt vefsvæði Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Á vefsvæðinu verður fjallað um áhugaverð lögfræðileg málefni. Lögð verður áhersla á umfjöllun um mál sem varða grundvallarmannréttindi svo sem friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, æruvernd, tjáningarfrelsi og réttláta málsmeðferð. Stefnt er að því að því að birta nýja umfjöllun á vefsvæðinu reglulega. Njótið.