October, 2013

Netfréttamiðill ábyrgur vegna meiðandi ummæla lesenda í athugasemdakerfi – Nýr dómur MDE

Samkvæmt nýjum dómi Mannréttindadómtóls Evrópu (MDE) samrýmist það tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að netfréttamiðill sé dæmdur ábyrgur fyrir meiðandi ummælum lesenda í athugasemdakerfi netfréttamiðilsins. Þann 10. október sl. felldi Mannréttindadómstóll Evrópu (sjö dómara deild) dóm í máli nr. 64569/09, Delfi AS gegn Eistlandi. Málið varðaði ábyrgð eistnesks netfréttamiðils, Delfi AS, á meiðandi ummælum í athugasemdum lesenda í athugasemdakerfi undir frétt á heimasíðu netfréttamiðilsins. Netfréttamiðillinn hafði kvartað til dómstólsins á grundvelli þess að það bryti gegn tjáningarfrelsi hans að sæta ábyrgð á slíkum athugasemdum. Dómstóllinn taldi að niðurstaða eistneskra dómstóla um ábyrgð netfréttamiðilsins og sú takmörkun á tjáningarfrelsi hans sem í því fælist væri réttmæt og fullnægði áskilnaði um meðalhóf. Dómstóllinn byggði einkum á því að ummælin hefðu verið afar meiðandi, að netfréttamiðillinn hefði vanrækt að koma í veg fyrir að þau yrðu opinber, hagnast á þeim en leyft höfundum að halda nafnleysi og að sektin sem eistneskir dómstólar…

Nýtt vefsvæði

Velkomin á nýtt vefsvæði Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Á vefsvæðinu verður fjallað um áhugaverð lögfræðileg málefni. Lögð verður áhersla á umfjöllun um mál sem varða grundvallarmannréttindi svo sem friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, æruvernd, tjáningarfrelsi og réttláta málsmeðferð. Stefnt er að því að því að birta nýja umfjöllun á vefsvæðinu reglulega. Njótið.