November, 2013

Gapastokkurinn

Á 17. og 18. öld var gapastokkurinn notaður sem refsitæki á Íslandi til þess að niðurlægja afbrotamenn. Árið 1808 var gapastokkurinn aflagður með lögum líklega á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nú rúmum 200 árum síðar hafa nokkrir Íslendingar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, ákveðið að endurvekja þetta forna refsitæki með því að birta nöfn og myndir manna sem eiga að hafa framið tiltekna tegund afbrota á netinu. Allir eiga rétt til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, en sá réttur felur meðal annars í sér réttinn til eigin myndar og æruverndar. Með sama hætti eiga allir rétt til réttlátrar og mannúðlegrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Með framangreindum nafn- og myndbirtingum á netinu er í mörgum tilvikum brotið gegn þessum grundvallarréttindum. Ýmist með ærumeiðandi aðdróttunum eða brigslum. Þannig felur það í sér ærumeiðandi aðdróttun og varðar við almenn hegningarlög að kalla mann barnaníðing sem hefur ekki framið slíkt brot. Þá…