December, 2013

Ein lög í landinu

Í niðurlagi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-127/2012, uppkveðnum 12. desember 2013, segir, Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, X og Z, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn var farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna, sbr. 7. tl. 122. gr. laga nr. 88/2008. Er þetta aðfinnsluvert. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1223/2008, uppkveðnum 12. mars 2009, var Y sakfelldur samkvæmt ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir líkamsárás en Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um sakfellingu…