January, 2014

Nýtur friðhelgi einkalífs fullnægjandi réttarverndar að óbreyttum lögum?

Í íslenskum rétti er ekki til að dreifa lagaákvæðum sem leggja með beinum hætti bann og refsingu við birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga úr gögnum sakamáls. Lög nr. 77/2000 um persónuvernd o.fl., veita eftir atvikum einhverja réttaravernd á þessu sviði, sem takmarkast eðli málsins samkvæmt af efnislegu og landfræðilegu gildissvið laganna, og er ekki fullnægjandi. Í 229. gr. almennra hegningarlaga segir að hver sá sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi sem réttlæti verknaðinn, skuli sæta sektum eða fangelsi í allt að einu ári. Samkvæmt 3. mgr. 242. gr. almennra hegningarlaga getur sá einn sem misgert er við höfðað mál vegna brots gegn friðhelgi einkalífs á grundvelli 229. gr. laganna. Hér er því um að ræða undantekningu frá þeirri meginreglu að refsiverð brot sæti opinberri rannsókn og saksókn handhafa opinbers valds. Af framangreindu leiðir að brotþoli verður sjálfur að leita réttar síns í einkarefsimáli…