Upplýsingar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, er fæddur í Reykjavík 1971. Vilhjálmur er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Vilhjálmur fékk réttindi til þess að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2005 og sem hæstaréttarlögmaður árið 2010.

Á árum áður starfaði Vilhjálmur sem löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Blönduósi og sem fulltrúi á LOGOS Lögmannsþjónustu, Landslögum og Lögfræðistofu Reykjavíkur. Sumarið 2007 varð Vilhjálmur meðeigandi á Lögfræðistofu Reykjavíkur og sinnti þar lögmannstörfum til vorsins 2013. Þann 1. júní 2013 opnaði Vilhjálmur eigin lögmannsstofu á Vatnsstíg 3, Reykjavík, sem heitir: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Reykjavík, 1971. 

Vilhjálmur sérhæfir sig í málflutningi og hefur rekið fjölmörg einkamál og sakamál í héraði og fyrir Hæstarétti. Sérsvið Vilhjálms er málflutningur sem varðar grundvallarmannrétti svo sem friðhelgi einkalífs, fölskyldu og heimilis, æruvernd, tjáningarfrelsi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. 

Vilhjálmur veitir auk þess almenna lögmannsþjónustu á helstu sviðum lögfræðinnar svo sem hugverka- og höfundaréttar, skaðabótaréttar, eignaréttar, kröfuréttar, samningaréttar, starfsmannaréttar, fasteignakauparéttar, sifja- og erfðaréttar og sakamálaréttar auk þess að annast almenna skjala- og samningsgerð.